SUMAR

Auglýsingar

„MR. BOB“

Svo flott, svo klassískt. Fer aldrei úr tísku.

Ég hef prófað, nú þú!

 

 

where´s the party?

 

Þarf að segja meira…

„GET SHORTY“

Snipp snipp… Þessar myndir tala sínu máli. Við verðum allar að prófa stuttan koll amk einu sinni!

Toppmál

Ég segi JÁ við topp! Þungur, frjálslegur – skiptir ekki. Láttu það eftir þér.

Ef þú átt blásara, klístraðan eyeliner og sjálfstraust, segi ég GO!

 

Karlmenn verða líka með…

því þeir virðast flestir vera alveg með á nótunum. Það er ekki langt síðan að

meirihluti karlmanna sem settist í stólinn hafði enga skoðun á því hvernig klippingu þeir ættu að fá sér.

Það hefur breyst.  Meirihluti karlmanna sem sest í stólinn hafa ákveðnar skoðanir og þegar kemur að fyrirmyndum

koma þessir hjartaknúsarar að mestu til sögunnar sem eru á myndunum hér fyrir  neðan. Margir horfa líka til ákveðinna tímabila

hártískunnar. Justin Bieber er t.a.m vinsæll meðal yngri strákanna

en þeir eldri eru að biðja um „50´s“ klippingar. Ryan Gosling hefur verið að koma sterkur inn

og ljóst er að Geir Ólafs þarf ekkert að skammast sín fyrir sitt „do“ ef marka má þessar myndir af

Bradley Cooper sem kosinn var kynþokkafyllsti maður á lífi nú á dögunum…

Nú „endar“ það vel

K

Er tími breytinga? Hér er hugmynd, lýstu endana og sparaðu rótina.

Ef stefnan er tekin á að lýsa endana er gott að hafa í huga að eiga „djúsí“ djúpnæringu á kantinum, því feitari því betra og

enginn bannar að hafa hana löðrandi í hárinu yfir nótt.

Hér eru nokkrar myndir sem gefa gott dæmi um góða enda…

 

Nýtt ár, nýtt hár

Nú er ég loksins búin að koma upp bloggi til þess að deila með ykkur áhuga og  trixum sem allir ættu að kunna til að eiga góðan hárdag!

Ekki hika við að hafa samband ef ég get verið ykkur innan handar.

Kær kveðja, Kristín

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com. eftir Matthew Buchanan.